Flugvél brotlendir á þjóðvegi í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 11:01 Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent
Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent