Flugvél brotlendir á þjóðvegi í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2016 11:01 Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent
Á mánudaginn var neyddist flugmaður lítillar flugvélar að nauðlenda á bílvegi í Pacoima í Kaliforníu og skemmdi nokkra bíla í dramatískri nauðlendingu. Náðist myndskeið af atvikinu á öryggismyndavél, sem sjá má hér. Þó ólíklegt megi teljast þá meiddist enginn í nauðlendingunni, hvorki ökumenn né flugmaður vélarinnar. Flugmaðurinn þurfti að forðast bæði bíla og gangandi vegfarendur og má segja að aðeins heppni hafi valdið því að ekki hafi farið ver. Því fór þessi nauðlending á allra besta veg miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvað olli því að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda en þó virðist flest benda til þess að vélin hafi verið vélarvana en á henni er aðeins einn mótor. Á þessum sama stað í nágrenni Whiteman flugvallararins í Kaliforníu fyrir um ári varð annað flugslys þar sem lítil flugvél fór niður og þá fórst flugmaður hennar.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent