Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 23:38 Svona munu nýju skiltin sem komið verður fyrir í Reynisfjöru líta út. mynd/efla Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11