Eigendum óheimilt að greiða sér arð Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum. Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum.
Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira