Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Höskuldur Kári Schram skrifar 24. febrúar 2016 19:42 Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur. Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur.
Flóttamenn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira