Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson og Una Sighvatsdóttir skrifa 24. febrúar 2016 15:51 Sveinn Kristján Rúnarsson í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30