Kæra leka um sig til að fá formlega rannsókn Snærós Sindradóttir skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do ásamt dóttur sinni sem fæddist á Íslandi. Fyrir það greiddu þau háa fjárhæð því Thuy hafði ekki dvalarleyfi. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur verið kærður til lögreglu fyrir leka á persónuupplýsingum víetnömsku hjónanna Thuy Nguyen og Hao Van Tio. Fréttablaðið greindi frá því í októberí að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á persónuhögum hjónanna vegna gruns um málamyndahjónaband. Á meðan veitti Útlendingastofnun Thuy ekki dvalarleyfi. Eiginmaður hennar hefur alist hér upp frá barnsaldri. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum væri konan barnaleg og maðurinn óframfærinn. Eina þjónustan sem hjónin höfðu nýtt sér frá spítalanum var við fæðingu dóttur þeirra sem kom í heiminn þremur mánuðum áður en beiðni Útlendingastofnunar barst til lögreglu.Björg Valgeirsdóttir t.v.Í október sagði Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun, um upplýsingarnar frá Landspítalanum: „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum.“ Þá upplýsti Fréttablaðið að símtalið hefði komið frá félagsráðgjafa á Landspítalanum. Landspítalinn mun segja að engin gögn innan spítalans styðji að hringt hafi verið í Útlendingastofnun með fyrrgreindar lýsingar á hjónunum. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna, segir málið fyrst og fremst vera kært til lögreglu til að fá formlega rannsókn á því hvaðan upplýsingarnar bárust til Útlendingastofnunar. Málið hafði áður verið til skoðunar hjá Persónuvernd. „Landspítalinn frábiður sér alla ábyrgð í svörum til Persónuverndar og þá er ekki annað hægt en að kæra og gera þar með kröfu um að málið verði rannsakað með formlegum hætti.“ Björg segir það skýrt í svörum til Persónuverndarm að Landspítalinn vilji ekki kannast við málið. „Það eru engar skráningar um þetta og starfsmaðurinn sem um ræðir neitar,“ segir Björg sem kveður viðkomandi starrfsmanna hættan hjá pítalanum. Eftir umjöllun fjölmiðla um málið fékk Thuy Nguyen dvalarleyfi hér á landi. Flóttamenn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Landspítalinn hefur verið kærður til lögreglu fyrir leka á persónuupplýsingum víetnömsku hjónanna Thuy Nguyen og Hao Van Tio. Fréttablaðið greindi frá því í októberí að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á persónuhögum hjónanna vegna gruns um málamyndahjónaband. Á meðan veitti Útlendingastofnun Thuy ekki dvalarleyfi. Eiginmaður hennar hefur alist hér upp frá barnsaldri. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum væri konan barnaleg og maðurinn óframfærinn. Eina þjónustan sem hjónin höfðu nýtt sér frá spítalanum var við fæðingu dóttur þeirra sem kom í heiminn þremur mánuðum áður en beiðni Útlendingastofnunar barst til lögreglu.Björg Valgeirsdóttir t.v.Í október sagði Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun, um upplýsingarnar frá Landspítalanum: „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum.“ Þá upplýsti Fréttablaðið að símtalið hefði komið frá félagsráðgjafa á Landspítalanum. Landspítalinn mun segja að engin gögn innan spítalans styðji að hringt hafi verið í Útlendingastofnun með fyrrgreindar lýsingar á hjónunum. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna, segir málið fyrst og fremst vera kært til lögreglu til að fá formlega rannsókn á því hvaðan upplýsingarnar bárust til Útlendingastofnunar. Málið hafði áður verið til skoðunar hjá Persónuvernd. „Landspítalinn frábiður sér alla ábyrgð í svörum til Persónuverndar og þá er ekki annað hægt en að kæra og gera þar með kröfu um að málið verði rannsakað með formlegum hætti.“ Björg segir það skýrt í svörum til Persónuverndarm að Landspítalinn vilji ekki kannast við málið. „Það eru engar skráningar um þetta og starfsmaðurinn sem um ræðir neitar,“ segir Björg sem kveður viðkomandi starrfsmanna hættan hjá pítalanum. Eftir umjöllun fjölmiðla um málið fékk Thuy Nguyen dvalarleyfi hér á landi.
Flóttamenn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira