Maserati Levante jeppi á markað í vor Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2016 13:45 Maserati Levante. worldcarfans Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati er einn þeirra mörgu bílaframleiðenda sem ætlar að framleiða jeppa fyrsta sinni og með því að svara hinni miklu eftirspurn sem eftir jeppum og jepplingum eru í heiminum um þessar mundir. Jeppi Maserati heitir Levante og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar, en nú þegar hefur Maserati birt af honum myndir. Maserati segir að þessi jeppi sé enginn eftirbátur annarra góðra akstursbíla fyrirtækisins og að drifgeta hans sé með allra besta móti. Hann er með stillanlega loftpúðafjöðrun og verður aðeins í boði fjórhjóladrifinn. Talsvert val er í vélbúnaði, þ.e. tvær bensínvélar, reyndar báðar 3,0 lítra, sem skila annarsvegar 350 hestöflum og hinsvegar 430 hestöflum. Einnig má fá bílinn með 3,0 lítra dísilvél, 275 hestafla. Með bensínvélunum er bílinn 5,2 sekúndur í hundraðið og með þeirri aflminni 6,3 sekúndur. Með dísilvélinni tekur þessi hröðun 6,9 sekúndur. Maserati hefur nú þegar hafið framleiðslu á jeppanum og sala hans hefst í Evrópu á vormánuðum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent