Audi skutlaði stjörnunum Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2016 09:00 Clive Owen skutlað á Audi Q7 e-tron. Audi Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale, er í fullum gangi þessa dagana. Gamanmyndin Hail, Caesar! úr smiðju Óskarsverðlaunahafanna Joel og Ethan Coen var opnunarmynd hátíðinnar. Audi sá um að flytja stjörnurnar á rauða dregilinn og nýtti tækifærið til að frumsýna tengiltvinnbílinn Q7 e-tron quattro sem sinnti hlutverki sínu með stökustu prýði. Stjörnur hátíðarinnar komust á áfangastað í rafknúnum drossíum sem eru bæði umhverfisvænar og mikil augnakonfekt. Meðal frumsýningargesta voru George Clooney, Tilda Swinton, Josh Brolin, Channing Tatum og formaður dómnefndar hátíðarinnar, Meryl Streep, og nutu þau öll ferðarinnar á rauða dregilinn í rafknúnum glæsikerrum. En Audi átti fleiri ása uppí erminni því Inglourious Basterds-stjarnan og Íslandsvinurinn Daniel Brühl mætti til leiks í sjálfkakandi Audi A8 L W12 sem vakti að vonum mikla lukku meðal frumsýningargesta. Alls sendi Audi 300 bíla á hátíðina, þar af um 100 tengiltvinnbíla sem geta bæði gengið fyrir rafmagni og bensíni. „Til að gera menningartengslin, hápunkta hátíðarinnar og ferðina á rauða dregilinn sem rafmagnaðastan fluttum við flota rafmagnsbíla til Berlínar í ár,“ segir Dietmar Voggenreiter, stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi. Bílaframleiðandinn hefur um árabil verið einn stærsti samstarfsaðili hátíðarinnar og auk þess að útvega bíla heldur hann einnig úti sjálfstæðu kvikmyndahúsi og sýnir fjölda kvikmynda.George Cloony kampakátur.Maryl Streep mætt. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale, er í fullum gangi þessa dagana. Gamanmyndin Hail, Caesar! úr smiðju Óskarsverðlaunahafanna Joel og Ethan Coen var opnunarmynd hátíðinnar. Audi sá um að flytja stjörnurnar á rauða dregilinn og nýtti tækifærið til að frumsýna tengiltvinnbílinn Q7 e-tron quattro sem sinnti hlutverki sínu með stökustu prýði. Stjörnur hátíðarinnar komust á áfangastað í rafknúnum drossíum sem eru bæði umhverfisvænar og mikil augnakonfekt. Meðal frumsýningargesta voru George Clooney, Tilda Swinton, Josh Brolin, Channing Tatum og formaður dómnefndar hátíðarinnar, Meryl Streep, og nutu þau öll ferðarinnar á rauða dregilinn í rafknúnum glæsikerrum. En Audi átti fleiri ása uppí erminni því Inglourious Basterds-stjarnan og Íslandsvinurinn Daniel Brühl mætti til leiks í sjálfkakandi Audi A8 L W12 sem vakti að vonum mikla lukku meðal frumsýningargesta. Alls sendi Audi 300 bíla á hátíðina, þar af um 100 tengiltvinnbíla sem geta bæði gengið fyrir rafmagni og bensíni. „Til að gera menningartengslin, hápunkta hátíðarinnar og ferðina á rauða dregilinn sem rafmagnaðastan fluttum við flota rafmagnsbíla til Berlínar í ár,“ segir Dietmar Voggenreiter, stjórnarmaður sölu- og markaðsmála hjá Audi. Bílaframleiðandinn hefur um árabil verið einn stærsti samstarfsaðili hátíðarinnar og auk þess að útvega bíla heldur hann einnig úti sjálfstæðu kvikmyndahúsi og sýnir fjölda kvikmynda.George Cloony kampakátur.Maryl Streep mætt.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent