Einhvernsstaðar er tónlistin inni í manni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 11:30 "Ég var búin að búa fimmtán ár í Frakklandi og fannst tímabært að athuga hvort það væri mögulegt að komast yfir þetta haf,“ segir Steinunn Arnbjörg. Mynd/Daniele Basini Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“ Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Mengi er góður staður að spila á,“ segir sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg sem ætlar spila einleik í kvöld klukkan 21 í Mengi á Óðinsgötu og syngja með í tveimur lögum. „Það er einhver kækur hjá mér að vera að syngja þó að ég sé sellóleikari. Mér finnst það gaman og fólki hefur ekki fundist það svo hræðilegt að því hafi tekist að fá mig ofan af því,“ segir hún glaðlega. „Ísland er líka svo mikið söngland og ég tek þátt, kannski er það hluti af því að leita að tóninum - hinum hreina tóni eins og Garðar Hólm. Einhvers staðar er tónlistin inni í manni áður en hún verður að hljóði. Þó maður sé búinn að læra eitthvað í mörg ár þá kann maður það aldrei nógu vel.“ Verkin sem Steinunn Arnbjörg leikur eru frá 18. og 20 öld. Þau eru eftir Johann Sebastina Bach, Caspar Cassadó og Hans Wernar Henze og þau sem hún syngur eru eftir Jórunni Viðar og John Dowland. Hún kveðst hafa byrjað fjögurra ára í Susuki-skólanum. „Svo var ég að gaufa við sellóið þar til ég fór að læra á það almennilega, til dæmis hjá Gunnari Kvaran í sex ár. Ég fór svo út til Frakklands að læra tónlist og spila, kynntist manninum mínum, honum Maghurin Matharel og ílentist. Við höfum bæði spilað í barokkhljómsveitum - á selló, það er fjölskyldubísnisinn!“ Nú er Steinunn Arnbjörg sest að á Akureyri ásamt Maghurin og þremur börnum þeirra, tveggja, sex og átta ára. „En þetta eru bara frímínútur,“ segir hún. „Svo ég væri ekki alla ævi að spyrja: Hvenær flytjum við til Íslands?! Þó við verðum bara eitt ár í bili er búið að sanna að það sé hægt. Krökkunum líður vel hér enda Akureyri besti staður í Evrópu, - það stóð í blöðunum um daginn. Þau eru í Tónlistarskólanum á Akureyri. Leikskólinn, Tónlistarskólinn og strætóinn á Akureyri eru yndislegar stofnanir. Hún kveðst hafa verið fyrir norðan í þrjú ár í uppvextinum en annars í Reykjavík og Svíþjóð. „Öll móðurfjölskyldan er hér og ég hef alltaf hugsað um Akureyri sem heima.“ En hvernig hefur þeim hjónum vegnað þessa mánuði á Íslandi? „Bara vel en Maghurin er í hálfgerðri sjómennsku, fer út í lönd og spilar og kemur svo heim þegar hann má vera að. Þannig hefur það verið áður, því við erum hvergi fastráðin.“ Sjálf er Steinunn Arnbjörg nýbyrjuð spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Það er allt að gerast í Hofi,“ segir hún kát. „Listagyðjan virðist alveg hafa tekið sér bústað þar. Fullt af tónleikum og hljómsveitin að spila helling.“
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira