Strákarnir okkar á EM-fótboltamyndum: „Ég fékk Kára“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ingimar Bjarni Sverrisson sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. vísir/ernir „Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira
„Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira