Strákarnir okkar á EM-fótboltamyndum: „Ég fékk Kára“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ingimar Bjarni Sverrisson sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. vísir/ernir „Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
„Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira