"Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Ritstjórn skrifar 8. mars 2016 14:30 Hlín Reykdal. Hönnuðurinn Hlín Reykdal hefur gefið studíóinu sínu út á Granda andlitslyftingu og opnar þar verslun á fimmtudaginn næstkomandi. Hún er búin að breikka vöruúrvalið og kynnir til leiks ný merki á Íslandi frá London og Bandaríkjunum. „Grandinn er að vaxa og dafna sem spennandi verslunarsvæði með spennandi veitingastöðum og börum. Við hér á skrifstofunni köllum Grandann „the fishpacking district" eins og stórborgir í Evrópu og USA hafa verið að byggja upp spennandi svæði í þeirra svokölluðu „meatpacking district". Við hjá Hlín Reykdal erum bara rétt að byrja með þessa búð, við komum til með að flytja inn fleiri spennandi merki á næstunni og breikka þannig vöruúrvalið okkar,“ segir Hlín. Meðal nýrra merkja sem Hlín ætlar að bjóða upp á er breska skartgripamerkið Soru. Stofnendur eru Francesca og Marianna, systur ættaðar frá Sikiley og eru búsettar í London. Þær búa til ævintýralega skartgripi með eðalsteinum og Swarowski kristöllum. Einnig er ilmvatnsmerkið Laboratory Perfumes sem er nýtt merki frá London með ilmkerti og ilmvötn. Breskir ilmsérfræðingar hjá Lab Perfumes hafa sérhæft sig í að skapa unisex ilmvötn sem aðlagast notandanum og þróast yfir daginn meðan maður gengur með ilminn. Opnuninn verður haldin hátíðleg þann 10. Mars á HönnunarMars, klukkan 16:00 þar sem hægt er skoða vörurnar nánar. Meira um viðburðinn hér. Soru skartgripir og Laboratory Perfumes. Glamour Tíska Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Geimverur í Gucci: Nýjasta herferð tískuhússins gerist í geimnum Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour
Hönnuðurinn Hlín Reykdal hefur gefið studíóinu sínu út á Granda andlitslyftingu og opnar þar verslun á fimmtudaginn næstkomandi. Hún er búin að breikka vöruúrvalið og kynnir til leiks ný merki á Íslandi frá London og Bandaríkjunum. „Grandinn er að vaxa og dafna sem spennandi verslunarsvæði með spennandi veitingastöðum og börum. Við hér á skrifstofunni köllum Grandann „the fishpacking district" eins og stórborgir í Evrópu og USA hafa verið að byggja upp spennandi svæði í þeirra svokölluðu „meatpacking district". Við hjá Hlín Reykdal erum bara rétt að byrja með þessa búð, við komum til með að flytja inn fleiri spennandi merki á næstunni og breikka þannig vöruúrvalið okkar,“ segir Hlín. Meðal nýrra merkja sem Hlín ætlar að bjóða upp á er breska skartgripamerkið Soru. Stofnendur eru Francesca og Marianna, systur ættaðar frá Sikiley og eru búsettar í London. Þær búa til ævintýralega skartgripi með eðalsteinum og Swarowski kristöllum. Einnig er ilmvatnsmerkið Laboratory Perfumes sem er nýtt merki frá London með ilmkerti og ilmvötn. Breskir ilmsérfræðingar hjá Lab Perfumes hafa sérhæft sig í að skapa unisex ilmvötn sem aðlagast notandanum og þróast yfir daginn meðan maður gengur með ilminn. Opnuninn verður haldin hátíðleg þann 10. Mars á HönnunarMars, klukkan 16:00 þar sem hægt er skoða vörurnar nánar. Meira um viðburðinn hér. Soru skartgripir og Laboratory Perfumes.
Glamour Tíska Mest lesið Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Hadid og Hutton saman á tískupallinum Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í New York með hvelli Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour Geimverur í Gucci: Nýjasta herferð tískuhússins gerist í geimnum Glamour Passa sig Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hana Glamour