Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2016 19:00 Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15. Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15.
Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30