Porsche frumsýnir beinskipt villidýr í Genf Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 13:43 Porsche 911 R. Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent