Heimsins verstu foreldrar Pawel Bartoszek skrifar 5. mars 2016 07:00 Hvað sér fólk fyrir sér þegar talað er um „vonda foreldra“? Sér fólk fyrir sér drykkfelldan, ofbeldisfullan föður? Sér fólk fyrir sér móður sem skilur börnin eftir svöng meðan hún lognast út af dópuð í einhverjum bílskúr? Ef svo er þá hafa menn rangt fyrir sér. Þetta eru ekki verstu foreldrarnir. Fólk sem betur þekkir til hefur sagt mér að börn sem eiga „vonda“ foreldra séu gjarnan mjög meðvirk. Þau halda yfir þeim hlífiskildi og vilja ekki vera tekin frá þeim. Af hverju er það? Fyrsta skýringin sem kemur upp í hugann er að börnin treysti því ekki að aðrir geti varið þau og óttist hefnd þessara vondu foreldra ef þau með einhverjum hætti koma þeim í klandur. „Börnin eru hrædd og vita ekki hvað þeim er fyrir bestu. Við verðum að verja þau,“ hugsar fólk. En sé litið til reynslu seinustu alda þá eru það einmitt börnin sem vita hvað þeim er fyrir bestu. Ekki við. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á högum þeirra sem ólust upp á ábyrgð hins opinbera er sorgarlesning. Þær eru studdar með fjölda frásagna. Oft alltof nýlegra. Margir þolendur sem stíga fram hér á landi er fólk um fimmtugt. Gamlir starfsmenn eru ekki aðalatriðið. Það er ekki þannig að hugmyndin hafi verið góð en vont fólk fengist til að framkvæma hana. Því svona var þetta alls staðar í heiminum. Alls staðar taldi fólk sig vera að gera vel með því að hjálpa börnum sem ekki áttu nógu góða foreldra. En í flestum tilfellum, þar sem það var hægt, hefðu allir verið betur settir ef börnin hefðu fengið að alast upp hjá stórgölluðum foreldrum sínum heldur en að vera sett í umsjá hins opinbera. Því ríkið, eins vel og það vill, er ömurlegt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun
Hvað sér fólk fyrir sér þegar talað er um „vonda foreldra“? Sér fólk fyrir sér drykkfelldan, ofbeldisfullan föður? Sér fólk fyrir sér móður sem skilur börnin eftir svöng meðan hún lognast út af dópuð í einhverjum bílskúr? Ef svo er þá hafa menn rangt fyrir sér. Þetta eru ekki verstu foreldrarnir. Fólk sem betur þekkir til hefur sagt mér að börn sem eiga „vonda“ foreldra séu gjarnan mjög meðvirk. Þau halda yfir þeim hlífiskildi og vilja ekki vera tekin frá þeim. Af hverju er það? Fyrsta skýringin sem kemur upp í hugann er að börnin treysti því ekki að aðrir geti varið þau og óttist hefnd þessara vondu foreldra ef þau með einhverjum hætti koma þeim í klandur. „Börnin eru hrædd og vita ekki hvað þeim er fyrir bestu. Við verðum að verja þau,“ hugsar fólk. En sé litið til reynslu seinustu alda þá eru það einmitt börnin sem vita hvað þeim er fyrir bestu. Ekki við. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á högum þeirra sem ólust upp á ábyrgð hins opinbera er sorgarlesning. Þær eru studdar með fjölda frásagna. Oft alltof nýlegra. Margir þolendur sem stíga fram hér á landi er fólk um fimmtugt. Gamlir starfsmenn eru ekki aðalatriðið. Það er ekki þannig að hugmyndin hafi verið góð en vont fólk fengist til að framkvæma hana. Því svona var þetta alls staðar í heiminum. Alls staðar taldi fólk sig vera að gera vel með því að hjálpa börnum sem ekki áttu nógu góða foreldra. En í flestum tilfellum, þar sem það var hægt, hefðu allir verið betur settir ef börnin hefðu fengið að alast upp hjá stórgölluðum foreldrum sínum heldur en að vera sett í umsjá hins opinbera. Því ríkið, eins vel og það vill, er ömurlegt foreldri.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun