Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2016 19:45 Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30