Á rafdrifnu hjólabretti á 95 km ferð Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 10:17 Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent