Alveg frá því í janúar hafa verið sögusagnir á kreiki um að þau hafi verið að hittast en nú er parið statt á Hawaii í fríi og er það nokkuð ljóst að um alvarlegt samband er að ræða. Þau sáust fyrst saman á djamminu eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í janúar og fóru þá fjölmiðlar á flug.
Með fréttinni má sjá parið saman í göngutúr á Hawaii og voru þau ekki að fela neitt.
NEW: Katy Perry & Orlando Bloom go for dinner in Hawaii (27th Feb) pic.twitter.com/6F89fLOvzK
— Miss Katy Perry (@MissKatyFans) March 1, 2016