Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju? skjóðan skrifar 2. mars 2016 15:45 Vísir/Vilhelm Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli. Þetta er ekki slæmt í hagkerfi þar sem viðskiptavinir bankanna úr hópi einstaklinga lentu í vanskilum og bankarnir leystu til sín þúsundir íbúða. Þetta er nokkuð gott í umhverfi þar sem bankarnir leystu til sín hundruð, ef ekki þúsundir, fyrirtækja og atvinnufasteigna vegna skuldavanda eigenda, þegar skuldir tvöfölduðust og jafnvel þrefölduðust í hruninu. Þetta er ekki síst eftirtektarverður „árangur“ hjá stóru bönkunum þremur þegar horft er til þess að forverar þeirra, bankarnir sem féllu, högnuðust ekki um nema 450 milljarða á árunum 2003-2007, á fimm ára tímabili, sem hefur verið tekið sem dæmi um það hve „ruglið“ í íslenska fjármálakerfinu hafi verið orðið algert á þeim tíma, sem stundum er nefndur „gróðærið“. Sjálfsagt má með núvirðisútreikningum komast að þeirri niðurstöðu að hagnaður gömlu bankanna í „gróðærinu“ hafi verið sjónarmun meiri en hagnaður endurreistu bankanna frá hruni. Gömlu bankarnir voru alþjóðlegar fjármálastofnanir með viðskipti um víða veröld. Hagnaður þeirra varð til í London, Stokkhólmi, Ósló, Kaupmannahöfn, Lúxemborg, Sviss, New York og víðar. Gömlu bankarnir færðu heim hagnað af alþjóðaviðskiptum og greiddu skatta af honum hér á landi. Í ljós kom að íslensku bankarnir voru áhættusæknir og einsleitir og þegar alþjóðlegt fjármálakerfi riðaði féllu þeir allir. Nýju bankarnir eru ekki alþjóðleg fjármálafyrirtæki í neinum skilningi þess hugtaks. Þeir starfa í lokuðu hagkerfi sem er í fjötrum gjaldeyrishafta. Nýju bankarnir fengu allar innlendar eignir gömlu bankanna á hálfvirði, eða innan við það, eftir því um hvaða eignir var að ræða, og hafa endurmetið þær upp í fullt verð og gengið fram af fullkominni hörku gegn sínum nýju viðskiptavinum, sem þeir fengu líka í arf eftir gömlu bankana. Starfsmenn Landsbankans fengu hlut í bankanum sem verðlaun fyrir að ganga sérlega hart fram gagnvart viðskiptavinum bankans. Nýju bankarnir sækja ekki hagnaðinn til útlanda eins og þeir gömlu. Hagnaður þeirra samanstendur af brostnum vonum fólks sem tók lán fyrir íbúðinni sinni, sorgum fyrrverandi hjóna og tárum barna sem búa við skort í allsnægtalandinu, Íslandi. Nýju bankarnir mergsjúga íslensk heimili og fyrirtæki til að ná sínum hagnaði. Samt er verið að dæma stjórnendur gömlu bankanna í fangelsi en stjórnendur nýju bankanna ganga um eins og fínir menn.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira