Kerlingarfjöll friðlýst í sumar Svavar Hávarðsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Kerlingarfjöll eru fjallaklasi á hálendinu. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. vísir/vilhelm Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira