Topplaus smár jepplingur Volkswagen í Genf Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2016 10:46 Volkswagen T-Cross Breeze. Autoblog Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Volkswagen er að sýna þennan blæjujeppling á bílasýningunni í Genf. Það er langt í frá merkilegast að þetta sé blæjujepplingur því þarna er kominn jepplingur sem Volkswagen ætlar að fjöldaframleiða og verður skotið undir Tiguan jepplinginn, enda nokkru minni. Volkswagen flóran í SUV-flokki hefur einungis samanstaðið af jepplingnum Tiguan og jeppanum Touareg, en til stendur að bæta við þremur nýjum bílum og er þetta sá fyrsti þeirra. Þessi blæjujeppi hefur fengið nafnið T-Cross Breeze, hvort sem nafnið T-Cross mun festast við bílinn. T-Cross er afar smár jepplingur og mætti líkja við fólksbílinn Volkswagen Polo. Volkswagen sýndi T-Roc tilraunabílinn á bílasýningunni í Frankfürt síðast og sá bíll er á stærð við Volkswagen Golf, en jepplingur þó. Hann ætti að vera frumgerð annars af hinum jepplingunum sem Volkswagen ætlar að bæta við í jepplingaflórunni. T-Cross Breeze er með 1,0 lítra bensínvél, 109 hestafla og tengd við 7 gíra og tveggja kúplinga sjálfskiptingu og aflið er einungis sent til framhjólanna. Bíllinn er aðeins 1.250 kíló og ætti að vera mjög hagkvæmur í rekstri og eyðir um 5 lítrum. Hann er þó engin spyrnukerra, enda 10,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 188 km/klst.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent