Höfðu betur í lekamáli Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. Vísir/Vilhelm Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum.
Flóttamenn Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent