Kem til með að gista í miðjum frumskógi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 09:00 Davíð Arnar Oddgeirsson myndbandsframleiðandi er á leið til Suður-Afríku þar sem hann kemur til með að festa á filmu ævintýri ferðarinnar. vísir/Ernir „Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs. Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Ég er að fara til Höfðaborgar í Suður- Afríku, til að taka upp myndefni sem ég kem svo til með að vinna eftir að ég kem heim. Þetta mun vera ferðasaga, eða myndbandsdagbók sem verður sýnd á vísi. Ég hef sett mig í samband við lókal strák í Höfðaborg sem er sjálfur að framleiða myndbönd ásamt því að vera mikill ævintýramaður. Við erum búnir að skipuleggja alls konar hluti til að gera saman. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta er að einhver aðili hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt áður er tilbúinn að hjálpa mér með þetta verkefni, ásamt því að aðstoða við upptöku og framleiðslu,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson framleiðandi aðspurður um ferðalagið. Það er óhætt að segja að dagskrá ferðarinnar sé vel pökkuð og fram undan sé skrautlegt og viðburðaríkt ferðalag, þar sem Davíð kemur til með að upplifa framandi ævintýri á næstu tveimur vikum. „Það sem við ætlum að gera er að fara í hæsta „free fall“ teygjustökk í heimi, köfun með hákörlum, förum í mörgæsaferð, bátsferð þar sem við munum kafa og veiða fisk með spjótum, svifvængjaflug yfir Höfðaborg frá Lions Head sem er vinsælasta gönguleiðin þarna og býður upp á frábært 360 gráðu útsýni yfir borgina. Við munum síðan fara í þriggja daga ferðalag meðfram austurströndinni og gista þar í sumarhúsi sem er í miðjum frumskógi. Dagskráin er því vel pökkuð af alls konar skemmtilegum hlutum til að gera og upplifa,“ segir hann spenntur fyrir ferðalaginu. Davíð Arnar hefur framleitt myndefni um nokkurra ára skeið. Hann framleiddi þættina Illa farnir ásamt félögum sínum Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve. Þættirnir voru sýndir á Vísi við góðar undirtektir, en þeir fjölluðu um ferðalag þeirra félaga um framandi slóðir bæði á Íslandi og í Tyrklandi. „Ég hef verið að framleiða myndefni í nokkur ár og oftar en ekki fylgja því einhver ferðalög, bæði hér heima og erlendis. Ferðalög og myndbandsframleiðsla haldast ansi vel í hendur og með því að skoða fleiri staði og fara á nýjar slóðir þá ertu alltaf að fá nýtt efni til að vinna með. Auðvitað er ég líka að ferðast til að upplifa nýja hluti, kynnast nýju fólki og skoða heiminn. Það að geta tvinnað þetta svona saman, það er að segja að taka upp myndbönd, sem getur skapað virði fyrir aðra sem eru þá tilbúnir að taka þátt í verkefninu, er algjör snilld og gerir það að verkum að þetta ferðalag varð að veruleika,“ segir Davíð Arnar léttur í bragði og bætir við að hann komi til með að vera virkur á Snapchat og fólki sé velkomið að fylgjast með ferðalagi hans þar undir notandanafninu davidoddgeirs.
Lífið Tengdar fréttir Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Fór í hæsta teygjustökk í heimi en þurfti að múta löggunni á leiðinni heim - Myndband "Við vorum stoppaðir af löggunni á leiðinni heim frá Kaaimans frumskóginum,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, sem er staddur þessa dagana í Suður-Afríku í ferðalagi. 15. mars 2016 09:46