Fótbolti

Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári í leik með Malmö.
Kári í leik með Malmö. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF.

Romario Pereira Sipiao kom Kalmar yfir á elleftu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Markus Rosenberg jafnaði svo af vítapunktinum á 58. mínútu.

Rosenberg var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann kom Malmö yfir og Jo Inge Berget gerði út um leikinn á 64. mínútu. Þrjú mörk á sex mínútum, en Markus Antonsson klóraði í bakkann fyrir Kalmar í uppbótartíma og lokatölur 3-2.

Viðar Örn spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins, en Kári spilaði allan leikinn. Þeir mæta annað hvort Hammarby eða Hacken í úrslitaleiknum, en sá leikur fer fram annað kvöld.

Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Kaiserslautern sem tapaði fyrir Fortuna Dusseldorf í miklum markaleik, 4-3, í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Kaiserslautern komu til baka úr stöðunni 3-1 og jöfnuðu 3-3, en Kerem Demirbay tryggði Dusseldorf sigurinn á 70. mínútu. Kaiserslautern í tólfta sætinu með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×