Húsbílamálið: Smyglaði fíkniefnum til Íslands eftir að hafa verið kennt um að kannabisræktun fór úrskeiðis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2016 11:30 Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð. Vísir Barry van Tuijl, 46 ára hollenskur ríkisborgari, sem í gær var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust, samþykkti að ferðast hingað til lands með fíkniefni eftir að hafa verið kennt um að ræktun kannabis í Hollandi fór úrskeiðis. Var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Gat hann ekki greitt skuldina og samþykkti að smygla fíkniefnum hingað til lands til þess að losna við skuldina. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Barry sem féll í gær. Kona hans var einnig ákærð í málinu en sýknuð vegna þess að ekki þótti sýnt fram á að hún hafi haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust um borð í húsbíl þeirra eftir að þau komu hingað til lands með Norrænu þann 8. september sl.Sjá einnig: Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnumÍ húsbíl þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna sem falið var í niðursuðudósum, varadekki og tveimur gaskútum. Alls fundust 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar en áætla má að götuvirði efnanna sé hátt í milljarður íslenskra króna.Efnin sem fundust í bílnum.Vísir/GVASamþykkti að fara í ferðina til að vinna í sambandinuSamkvæmt framburði Barry kemur fram að í aðdraganda ferðarinnar hafi ýmislegt farið úrskeiðis við ræktun kannabis í Hollandi. Var honum kennt um það og í kjölfarið var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Barry vann á þessum tíma að stofnun fyrirtækis og taldi sig geta greitt skuldina. Þegar í ljós kom að hann gæti ekki greitt skuldina var honum og fjölskyldu hans hótað. Samþykkti hann að ferðast til Íslands með fíkniefni gegn því að losna undan skuldinni.Sjá einnig: Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til ÍslandsÞeir sem fengu Barry til þess að ferðast með fíkniefnin til Íslands vildu þó ekki að hann færi einn. Einn maður á ferðalagi í húsbíl væri grunsamlegt og ótrúverðugt. Því hafi þeir krafist þess að Barry tæki konu sína með sér. Samþykkti hún að koma með í ferðina og við skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi sagði hún að henni hefði þótt það góð hugmynd að fara í frí með manni sínum til þess að vinna í sambandinu sem hafði ekki verið upp á sitt besta.Lögreglan hér heima fékk ekki upptökur frá Belgíu vegna hryðjuverkanna í ParísFör parsins hófst í Belgíu en þaðan óku þau húsbílnum um Holland og Þýskaland, þaðan til Danmerkur þar sem þau tóku Norrænu til Íslands. Í Belgíu fóru þau í verslanir og nýtti Barry tækifærið til þess að hitta mennina sem fengið höfðu hann til að fara til Íslands. Var það gert án vitneskju konunnar og gat Barry falið fíkniefnin í húsbílnum á meðan konan verslaði. Verjendur parsins gagnrýndu við málflutning málsins þá staðreynd að lögregluyfirvöld hér á landi hafi ekki reynt að setja upp tálbeituaðgerð til þess að reyna að ná þeim sem taka áttu á móti fíkniefnunum hér á landi. Sá sem stýrði rannsókn málsins hér á landi sagði fyrir dómi að fjölmiðlar hefðu greint frá málinu í hádeginu daginn eftir komu parsins til landsins og því hafi möguleikinn á tálbeituaðgerð orðið ónýtur.Sjá einnig: Fíkniefni á hundruð milljónaÞá hafi lögregla freistað þess að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá verslunarmiðstöðinni í Belgíu þar sem Barry tók á móti fíkniefnunum. Var réttarbeiðni þess efnis sent lögregluyfirvöldum í Belgíu sem síðar gaf þær upplýsingar að erindinu yrði ekki sinnt vegna hryðjuverkaárásanna í París sem áttu sér stað í nóvember þegar rannsókn málsins stóð yfir. Barry játaði sök að öllu leyti nema að hann kvaðst einn hafa verið fenginn til verksins og að kona hans hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Konan neitaði sök. Í dómi Hérðaðsdóms segir að enginn vitnisburður né gögn tengi hana við málið með þeim hætti að ætla megi að hún hafi tekið þátt í brotinu. Var hún því sýknuð en Barry dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi. Tengdar fréttir Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Barry van Tuijl, 46 ára hollenskur ríkisborgari, sem í gær var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust, samþykkti að ferðast hingað til lands með fíkniefni eftir að hafa verið kennt um að ræktun kannabis í Hollandi fór úrskeiðis. Var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Gat hann ekki greitt skuldina og samþykkti að smygla fíkniefnum hingað til lands til þess að losna við skuldina. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Barry sem féll í gær. Kona hans var einnig ákærð í málinu en sýknuð vegna þess að ekki þótti sýnt fram á að hún hafi haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust um borð í húsbíl þeirra eftir að þau komu hingað til lands með Norrænu þann 8. september sl.Sjá einnig: Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnumÍ húsbíl þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna sem falið var í niðursuðudósum, varadekki og tveimur gaskútum. Alls fundust 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar en áætla má að götuvirði efnanna sé hátt í milljarður íslenskra króna.Efnin sem fundust í bílnum.Vísir/GVASamþykkti að fara í ferðina til að vinna í sambandinuSamkvæmt framburði Barry kemur fram að í aðdraganda ferðarinnar hafi ýmislegt farið úrskeiðis við ræktun kannabis í Hollandi. Var honum kennt um það og í kjölfarið var hann krafinn um peningagreiðslu vegna þess. Barry vann á þessum tíma að stofnun fyrirtækis og taldi sig geta greitt skuldina. Þegar í ljós kom að hann gæti ekki greitt skuldina var honum og fjölskyldu hans hótað. Samþykkti hann að ferðast til Íslands með fíkniefni gegn því að losna undan skuldinni.Sjá einnig: Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til ÍslandsÞeir sem fengu Barry til þess að ferðast með fíkniefnin til Íslands vildu þó ekki að hann færi einn. Einn maður á ferðalagi í húsbíl væri grunsamlegt og ótrúverðugt. Því hafi þeir krafist þess að Barry tæki konu sína með sér. Samþykkti hún að koma með í ferðina og við skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi sagði hún að henni hefði þótt það góð hugmynd að fara í frí með manni sínum til þess að vinna í sambandinu sem hafði ekki verið upp á sitt besta.Lögreglan hér heima fékk ekki upptökur frá Belgíu vegna hryðjuverkanna í ParísFör parsins hófst í Belgíu en þaðan óku þau húsbílnum um Holland og Þýskaland, þaðan til Danmerkur þar sem þau tóku Norrænu til Íslands. Í Belgíu fóru þau í verslanir og nýtti Barry tækifærið til þess að hitta mennina sem fengið höfðu hann til að fara til Íslands. Var það gert án vitneskju konunnar og gat Barry falið fíkniefnin í húsbílnum á meðan konan verslaði. Verjendur parsins gagnrýndu við málflutning málsins þá staðreynd að lögregluyfirvöld hér á landi hafi ekki reynt að setja upp tálbeituaðgerð til þess að reyna að ná þeim sem taka áttu á móti fíkniefnunum hér á landi. Sá sem stýrði rannsókn málsins hér á landi sagði fyrir dómi að fjölmiðlar hefðu greint frá málinu í hádeginu daginn eftir komu parsins til landsins og því hafi möguleikinn á tálbeituaðgerð orðið ónýtur.Sjá einnig: Fíkniefni á hundruð milljónaÞá hafi lögregla freistað þess að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá verslunarmiðstöðinni í Belgíu þar sem Barry tók á móti fíkniefnunum. Var réttarbeiðni þess efnis sent lögregluyfirvöldum í Belgíu sem síðar gaf þær upplýsingar að erindinu yrði ekki sinnt vegna hryðjuverkaárásanna í París sem áttu sér stað í nóvember þegar rannsókn málsins stóð yfir. Barry játaði sök að öllu leyti nema að hann kvaðst einn hafa verið fenginn til verksins og að kona hans hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Konan neitaði sök. Í dómi Hérðaðsdóms segir að enginn vitnisburður né gögn tengi hana við málið með þeim hætti að ætla megi að hún hafi tekið þátt í brotinu. Var hún því sýknuð en Barry dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi.
Tengdar fréttir Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Verjandi hennar segir dóminn afdráttarlausan og skaðabótakrafa komi til greina. 18. mars 2016 10:03
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17