Gary skoraði á móti KR og Víkingar með fullt hús Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2016 21:01 Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira