Ásamt Kim Kardashian eru það meðal annars þær Liv Tyler, Cindy Crawford, Penelope Cruz, Miranda Kerr, Poppy Delevingne og Emily Ratajovski sem fá varalit með sínu nafni.
Fyrstu tvo mánuðina sem línan verður til sölu mun eitt pund af hverjum seldum varalit renna til samtakana Women for Women, sem hjálpa konum í stríðshrjáðum löndum.
Breski förðunarmeistarinn Charlotte Tilbury, sem hefur síðan hún gaf út sína eigin förðunarlínu fyrir tveimur árum, slegið í gegn hjá stjörnunum, og var fyrri varalitalína hennar innblásin af Old Hollywood stjörnum eins og Marilyn Monroe og Birgitte Bardot, og bera litirnir nöfn með vísan í þær.
Línan er væntanleg í verslanir í júní.