Þrjú þúsund krónur myndu skila yfir fimm milljörðum Óli Kristján Ármansson skrifar 16. mars 2016 07:00 Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor Mynd/Aðsend Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira