Benz pallbíll kynntur í París í haust Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 14:40 Endanlegt útlit pallbíls Mercedes Benz verður eitthvað nærri þessu. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent
Í nokkurn tíma hefur legið fyrir að Mercedes Benz ætlar að koma með pallbíl á markað á næstunni. Nú hefur heyrst að hann verði kynntur á bílasýningunni í París í haust og þar getur almenningur litið framleiðsluútgáfu hans. Bíllinn á svo að fara í almenna sölu um ári síðar. Mercedes Benz kynnti fyrst þau áform að smíða pallbíl í mars í fyrra, bíls sem ætti að geta borið 1 tonn á pallinum og yrði byggður á grind. Þessi nýi pallbíll Mercedes Benz mun eiga margt sameiginlegt með næstu gerð Nissan Navara og hefur Benz unnið í samstarfi með Renault-Nissan að þróun bílanna beggja. Pallbíll Benz verður í boði með 6 strokka bensín- og dísilvélum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort bíllinn fær nafnið X-Class eða GLT, til að ríma við bílgerðirnar GLA, GLC, GLE og GLS. Mercedes Benz ætlar að smíða pallbílinn bæði á Spáni og í Argentínu og bjóða hann í upphafi í Evrópu, S-Ameríku, Afríku og Miðausturlöndum. Bíllinn verður með talsvert meiri íburði en Nissan Navara, þó undirvagn hans verði nánast sá sami, en ytra útlit þeirra verður líka ólíkt.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent