Umferðarslys á Íslandi 2015: Aldrei jafn margir erlendir ferðamenn látist Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:11 Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð. Vísir/Valli Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira