Peugeot Citroën íhugar endurkomu til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 09:14 Citroën DS 3. Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent
Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent