Peugeot Citroën íhugar endurkomu til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 09:14 Citroën DS 3. Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir. Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent
Þrátt fyrir að franskir bílasmiðir hafi verið þeir fyrstu sem seldu innflutta bíla í Bandaríkjunum þá selur enginn franskur bílasmiður nú bíla þar. Citroën hætti árið 1974 og Peugeot og Renault hættu á níunda áratug síðustu aldar. Nú, þegar betur er farið að ganga hjá PSA Peugeot Citroën eru uppi áform um að hefja aftur sölu bíla þeirra vestanhafs. Fyrirtækið er farið að sýna hagnað og til stendur þann 5. apríl að tilkynna um útþenslustefnu fyrirtækisins og heyrst hefur að hún muni einnig felast í sölu bíla í Íran, en þar eru 80 milljónir íbúa. Peugeot Citroën mun líklega hefja innrásina í Bandaríkjunum með DS lúxusbílum sínum. Ef sú markaðssetning gengur vel er líklegt að Peugeot Citroën hefji sölu fleiri bílgerða sinna þar. Það verður þó vafalaust kostnaðarsamt að setja upp nýtt sölunet í Bandaríkjunum, en fyrirtækið telur það þess virði og telur það hamla vexti þess að vera ekki á þessum stóra bílamarkaði sem gengur svo vel um þessar mundir.
Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent