Hið ómögulega á snjósleða Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 15:03 Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum. Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent
Levi LaVallee er hreint ótrúlegur vélsleðamaður sem getur framkvæmt hið ómögulega á öflugum vélsleða sínum. Hann er þekktur fyrir dirfskuleg sýningaratriði sín á X Games leikunum og hefur unnið sjö gull á þeim. Auk þess á hann heimsmetið í langstökki á vélsleða en hann flaug 124 metra á nýársdag í San Diego árið 2012 og það hefur ekki enn verið bætt. Hér í þessu myndskeiði leikur hann sér í Saint Paul í Bandaríkjunum og fer um borgina á sleða sínum og skeytir lítið um hvort undirlagið er bert malbikið eða þakið snjó. Hann fer ótrúleg heljarstökk og gerir hluti sem fáum er fært að svona tæki. Sem fyrr er sjón sögu ríkari, en í guðanna bænum ekki reyna þetta sjálf. Það er drykkjarvöruframleiðandinn Red Bull sem kostar gerð þessa myndskeiðs en hann styrkir mörg slík í hinum ýmsu akstursíþróttum.
Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent