Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2016 10:04 Porsche 911 Carrera. Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Óhætt er að segja að þýski bílaframleiðandinn Porsche sé ekki hræddur við breytingar. Fyrir nokkrum áratugum síðan varð sú breyting á vélum Porsche bíla að þær urðu vatnskældar en ekki kældar með lofti. Nýverið hafa bílar Porsche orðið forþjöppudrifnir og eru nú Porsche 911, Cayman og Boxster allir í boði með forþjöppur. Næsta skref Porsche er að bjóða bíla sína með rafmótorum auk brunavéla (Plug-In-Hybrid) og stefnir í að allar gerðir Porsche bíla verði í boði með þeirri tækni. Sú tækni er reyndar ekki ný af nálinni hjá Porsche og hafa bílarnir Panamera, Cayenne og 918 Spyder verið í boði þannig. Það hefur þó ekki átt við hinn goðsagnarkennda 911 bíl fram að þessu, sem og Boxster og Cayman, en nú verður breyting þar á. Næsta gerð Porsche 911 verður í boði sem tengiltvinnbíll og líklega verður sá bíll fyrr af færiböndunum en hinn áformaði hreinræktaði rafmagnsbíll Porsche sem byggður verður á hugmyndabílnum Mission E. Það gæti líka átt við nýja gerð 718 Boxster og Cayman.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent