Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 Naglbítar ætla að halda saman tónleika í Reykjavík og á Akureyri í næsta mánuði. Sveitirnar, sem báðar eru meðal vinsælustu rokksveita sinnar kynslóðar, hafa ekki spilað saman á tónleikum síðan fyrir aldamót.
Tónleikarnir í Reykjavík munu fara fram á Gauknum 14. apríl og tónleikarnir á Akureyri á Græna hattinum daginn eftir.

