„Framar okkar björtustu vonum” Birta Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 19:45 Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira