Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 15:01 Mercedes Benz GLC. GVA Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent