Þær tvær komast á annað level Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. mars 2016 09:30 Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkonur slógu heldur betur í gegn í fyrstu seríu þáttanna og fengu frábær viðbrögð. Vísir/Pjetur „Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku. Þær tvær Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku.
Þær tvær Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira