Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Ferðamenn fara sér að engu óðslega á svellinu sem þeim er hleypt út á við Gullfoss. Fréttablaðið/Pjetur Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. „Nei, við áttum svo sannarlega ekki von á þessu,“ svarar Normann Winkler, þar sem hann einbeitir sér að því að standa í fæturna á útsýnisplaninu við Gullfoss.Flughálkan kom Norman og Önju í opna skjöldu.Flughálir svellbunkar liggja bókstaflega yfir öllu við Gullfoss þessa dagana. Ferðamenn flykkjast að í þúsundatali á hverjum degi en ekkert er gert til að draga úr hálkunni á leið þeirra að útsýnisstaðnum. Lögregluborða hefur þó verið komið fyrir til að hindra aðgang að stígnum sem liggur lokaspottann að fossinum. Þegar útsendarar Fréttablaðsins heimsóttu staðinn eftir hádegi á miðvikudag virtu allir sem þar voru þessa lokun en það mun ekki alltaf vera tilfellið eins og fram hefur komið. Þau Anja Eberhardt og Normann Winkler sem eru hér á Íslandi í sex daga virtust gáttuð á aðstæðum við Gullfoss. „Þetta er erfið leið,“ sagði Normann og virtist feginn að vera á leiðinni til baka. Anja tók heilshugar undir með Normann. Þau virtust þó taka málinu með jafnaðargeði og alls ekki ætla að láta það spilla ánægjunni af Íslandsheimsókninni sem var aðeins á fyrsta degi. Næsta dag ætluðu þau í Bláa lónið. Það hefur sennilega verið hættuminna. Ungt par gaf sér góðan tíma til myndatöku á þeim stað þar sem útsýnisplanið endaði og við tók lokaður stígurinn niður að fossinum. „Þetta er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði ungi maðurinn sem kvaðst heita David og búa í Manchester í Englandi með Han vinkonu sinni. Bæði væru þau þó kínversk tók David fram áður en hann stillti sér góðfúslega upp með Han fyrir myndatöku.Han og David voru ánægð enda ung og sterk á svellinu.Þessa stund sem stoppað var við Gullfoss virtust margir gestir þar komnir vel af léttasta skeiði. Var með ólíkindum að þeir skyldu allir hafa staðið í fæturna alla leið að handriðunum sem hægt var að styðja sig við á meðan fossinn var skoðaður úr fjarska. Um árabil hefur verið rætt um að úrbætur þurfi við Gullfoss. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir fossinn í umsjón Umhverfisstofnunar sem annist þar hálkuvarnir, söltun og söndun. Ekki var sandkorn að sjá á svæðinu þegar Fréttablaðið var þar á ferð. Ekki náðist í fulltrúa Umhverfisstofnunar í gær. „Þetta er mjög erfið staða að eiga við í alla staði. Það virðist einhvern veginn ekki vera hægt að landa þessu almennilega,“ segir Ásborg. „Við í ferðaþjónustunni erum núna í svo nýjum aðstæðum. Það var ekki svona ofboðslegur fjöldi hér áður fyrr á þessum tíma.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira
Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. „Nei, við áttum svo sannarlega ekki von á þessu,“ svarar Normann Winkler, þar sem hann einbeitir sér að því að standa í fæturna á útsýnisplaninu við Gullfoss.Flughálkan kom Norman og Önju í opna skjöldu.Flughálir svellbunkar liggja bókstaflega yfir öllu við Gullfoss þessa dagana. Ferðamenn flykkjast að í þúsundatali á hverjum degi en ekkert er gert til að draga úr hálkunni á leið þeirra að útsýnisstaðnum. Lögregluborða hefur þó verið komið fyrir til að hindra aðgang að stígnum sem liggur lokaspottann að fossinum. Þegar útsendarar Fréttablaðsins heimsóttu staðinn eftir hádegi á miðvikudag virtu allir sem þar voru þessa lokun en það mun ekki alltaf vera tilfellið eins og fram hefur komið. Þau Anja Eberhardt og Normann Winkler sem eru hér á Íslandi í sex daga virtust gáttuð á aðstæðum við Gullfoss. „Þetta er erfið leið,“ sagði Normann og virtist feginn að vera á leiðinni til baka. Anja tók heilshugar undir með Normann. Þau virtust þó taka málinu með jafnaðargeði og alls ekki ætla að láta það spilla ánægjunni af Íslandsheimsókninni sem var aðeins á fyrsta degi. Næsta dag ætluðu þau í Bláa lónið. Það hefur sennilega verið hættuminna. Ungt par gaf sér góðan tíma til myndatöku á þeim stað þar sem útsýnisplanið endaði og við tók lokaður stígurinn niður að fossinum. „Þetta er ekkert vandamál fyrir okkur,“ sagði ungi maðurinn sem kvaðst heita David og búa í Manchester í Englandi með Han vinkonu sinni. Bæði væru þau þó kínversk tók David fram áður en hann stillti sér góðfúslega upp með Han fyrir myndatöku.Han og David voru ánægð enda ung og sterk á svellinu.Þessa stund sem stoppað var við Gullfoss virtust margir gestir þar komnir vel af léttasta skeiði. Var með ólíkindum að þeir skyldu allir hafa staðið í fæturna alla leið að handriðunum sem hægt var að styðja sig við á meðan fossinn var skoðaður úr fjarska. Um árabil hefur verið rætt um að úrbætur þurfi við Gullfoss. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir fossinn í umsjón Umhverfisstofnunar sem annist þar hálkuvarnir, söltun og söndun. Ekki var sandkorn að sjá á svæðinu þegar Fréttablaðið var þar á ferð. Ekki náðist í fulltrúa Umhverfisstofnunar í gær. „Þetta er mjög erfið staða að eiga við í alla staði. Það virðist einhvern veginn ekki vera hægt að landa þessu almennilega,“ segir Ásborg. „Við í ferðaþjónustunni erum núna í svo nýjum aðstæðum. Það var ekki svona ofboðslegur fjöldi hér áður fyrr á þessum tíma.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Sjá meira