„Þetta verður engin lundabúð” Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:40 Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira