Listamennirnir börðust á myndfletinum Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:53 Bjarni og Jón Óskar. Ferlið þróaðist út í það að listamennirnir fóru að verja myndfleti hvor fyrir öðrum. „Við, eða ég, er voðalega montinn af því að ein svalasta sveit bæjarins, Godchilla, ætli að spila á opnuninni,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður. „Þeir eru svo miklir töffarar að þetta er ekki skrifað með „z“ heldur „ch“ – chilla, þetta eru svo miklir gaurar.“ Á laugardaginn munu einmitt tveir af svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson opna sérstæða myndlistarsýningu: „September 2013“ í Anarkíu Hamraborg 3.Þetta er mikið rokk og ról? „Jájá, það er það.“Má segja að þetta sé að einhverju leyti útrás fyrir frústreraðar tilfinningar ykkar tveggja, að hafa aldrei verið í hljómsveit sjálfir? „Já, það er ekkert ólíklegt,“ segir Jón Óskar og hlær. „En, við hlustum mikið á tónlist. Við erum nú ekki mjög samferða í tónlistinni, hann er á kafi í Wagner, einhverju dramatísku og rómantísku og þessum yngri þungarokksveitum. Hann er frumstæður maður meðan ég er meira fágaður og gáfaður. Beauty and the beast.“Þar sem þú ert þá væntanlega the beauty? „Já, ég geri ráð fyrir því.“Opnun Anarkía listasalur laugardag kl 16:00Posted by Finnbogi Helgason on 9. mars 2016En, að verkinu. September 2013? „Já, þetta er verk sem við gerðum fyrir Ketilhúsið á Akureyri. Og betrektum það alveg með plötum sem við unnum á, hvor yfir annan, og svo langaði okkur að sýna hérna fyrir sunnan. Þetta verk er í raun sérsmíðað fyrir Ketilhúsið, en nú troðum við því inní Anarkíu sem er allt annað rými. Við þurfum að brjóta það mjög mikið upp. Sem er skemmtilegt, setja bætur í það og svona.“ Jón Óskar segir það ekki með öllu einstakt einstakt að listamenn blandi verkum sínum saman með þessum hætti, það hafa ýmsir gert og hann nefnir til sögunnar Dieter Roth sem vann mikið með öðrum listamönnum, Helgi Þorgils hefur unnið verk með Eggerti Péturssyni og áður fyrr með Kristni Harðarsyni, svo einhver dæmi séu nefnd. „Þetta er þekkt. Það sem er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur Bjarna er að við tökum ekkert endilega tillit til þess hvað hinn er að gera. Þetta eru meira árekstrar, við erum svo ólíkir við Bjarni.“ Og Jón Óskar lýsir þessu sem árekstrum eða skærum. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur, Bjarni gerir hluti sem ég myndi aldrei gera og öfugt. Oft í ferlinu komum við hvor öðrum á óvart. Og á vissan hátt er þetta eins og að vinna með vinstri hendinni; við tökum frammí fyrir hvor öðrum, skemmum fyrir hvor öðrum, ég fer yfir eitthvað hjá honum sem ég tel til bóta en honum finnst mjög gott og öfugt. Mér fannst þetta fyndið ferli, svo var það komið út í það að maður var farinn að verja viss svæði: Þú mátt ekki snerta þetta hérna! Eitthvað sem okkur þótti mjög mikilvægt.“ Þegar verkið var unnið upphaflega höfðu þeir Jón Óskar og Bjarni vinnuaðstöðu í refabúi og þá kom safnstjórinn Hannes Sigurðsson stundum í heimsókn. Hann varð kátur þegar verkið var hent upp og fór þá allur að iða til. „Við sáum að hann langaði til að kássast uppá þetta. Og við spurðum hvort hann vildi ekki gera það? Og hann spurði, má ég það? En lét ekki bjóða sér þetta tvisvar, rauk að verkinu og málaði: We love Hannes.“ Þetta verk er þannig nokkuð gjörningslegt. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Við, eða ég, er voðalega montinn af því að ein svalasta sveit bæjarins, Godchilla, ætli að spila á opnuninni,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður. „Þeir eru svo miklir töffarar að þetta er ekki skrifað með „z“ heldur „ch“ – chilla, þetta eru svo miklir gaurar.“ Á laugardaginn munu einmitt tveir af svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson opna sérstæða myndlistarsýningu: „September 2013“ í Anarkíu Hamraborg 3.Þetta er mikið rokk og ról? „Jájá, það er það.“Má segja að þetta sé að einhverju leyti útrás fyrir frústreraðar tilfinningar ykkar tveggja, að hafa aldrei verið í hljómsveit sjálfir? „Já, það er ekkert ólíklegt,“ segir Jón Óskar og hlær. „En, við hlustum mikið á tónlist. Við erum nú ekki mjög samferða í tónlistinni, hann er á kafi í Wagner, einhverju dramatísku og rómantísku og þessum yngri þungarokksveitum. Hann er frumstæður maður meðan ég er meira fágaður og gáfaður. Beauty and the beast.“Þar sem þú ert þá væntanlega the beauty? „Já, ég geri ráð fyrir því.“Opnun Anarkía listasalur laugardag kl 16:00Posted by Finnbogi Helgason on 9. mars 2016En, að verkinu. September 2013? „Já, þetta er verk sem við gerðum fyrir Ketilhúsið á Akureyri. Og betrektum það alveg með plötum sem við unnum á, hvor yfir annan, og svo langaði okkur að sýna hérna fyrir sunnan. Þetta verk er í raun sérsmíðað fyrir Ketilhúsið, en nú troðum við því inní Anarkíu sem er allt annað rými. Við þurfum að brjóta það mjög mikið upp. Sem er skemmtilegt, setja bætur í það og svona.“ Jón Óskar segir það ekki með öllu einstakt einstakt að listamenn blandi verkum sínum saman með þessum hætti, það hafa ýmsir gert og hann nefnir til sögunnar Dieter Roth sem vann mikið með öðrum listamönnum, Helgi Þorgils hefur unnið verk með Eggerti Péturssyni og áður fyrr með Kristni Harðarsyni, svo einhver dæmi séu nefnd. „Þetta er þekkt. Það sem er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur Bjarna er að við tökum ekkert endilega tillit til þess hvað hinn er að gera. Þetta eru meira árekstrar, við erum svo ólíkir við Bjarni.“ Og Jón Óskar lýsir þessu sem árekstrum eða skærum. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur, Bjarni gerir hluti sem ég myndi aldrei gera og öfugt. Oft í ferlinu komum við hvor öðrum á óvart. Og á vissan hátt er þetta eins og að vinna með vinstri hendinni; við tökum frammí fyrir hvor öðrum, skemmum fyrir hvor öðrum, ég fer yfir eitthvað hjá honum sem ég tel til bóta en honum finnst mjög gott og öfugt. Mér fannst þetta fyndið ferli, svo var það komið út í það að maður var farinn að verja viss svæði: Þú mátt ekki snerta þetta hérna! Eitthvað sem okkur þótti mjög mikilvægt.“ Þegar verkið var unnið upphaflega höfðu þeir Jón Óskar og Bjarni vinnuaðstöðu í refabúi og þá kom safnstjórinn Hannes Sigurðsson stundum í heimsókn. Hann varð kátur þegar verkið var hent upp og fór þá allur að iða til. „Við sáum að hann langaði til að kássast uppá þetta. Og við spurðum hvort hann vildi ekki gera það? Og hann spurði, má ég það? En lét ekki bjóða sér þetta tvisvar, rauk að verkinu og málaði: We love Hannes.“ Þetta verk er þannig nokkuð gjörningslegt.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira