Mjög sátt í flughálku við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Stiginn við Seljalandsfoss var torfarinn jafnvel þótt Meredith McCormac og Matt Leonard væru á mannbroddum. vísir/pjetur „Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira