Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2016 11:48 „Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira