Stórkostlegt myndband við lag Jeff Buckley lætur áhorfendur ráða förinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2016 13:14 Jeff Buckley lést árið 1997. Vísir/Getty Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records. Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records.
Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira