Stórkostlegt myndband við lag Jeff Buckley lætur áhorfendur ráða förinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2016 13:14 Jeff Buckley lést árið 1997. Vísir/Getty Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp