Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklandi, segir að EM muni fara fram þar í landi í sumar þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar í París á síðasta ári og í Brussel í síðustu viku.
„Lífið sjálft er besta svarið. Hryðjuverkamennirnir vilja bæla það niður. EM ætti að vera haldið, og verður haldið,“ sagði Valls í sjónvarpsviðtali.
Forsætisráðherrann sagði ennfremur að öll öryggisgæsla í tengslum við EM yrði hert en óttast er að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða á meðan á mótinu stendur.
EM hefst með opnunarleik Frakka og Rúmena á Stade de France 10. júní og lýkur með úrslitaleik á sama velli 10. júlí.
Forsætisráðherra Frakklands: EM verður haldið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




