Þrjú þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2016 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir í undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður vegna Wintris-málsins. Undirskriftasöfnunin var sett af stað í gær og hafa 3.112 skrifað undir á rúmlega sólarhring. Í lýsingu undirskriftarsöfnunarinnar segir að Sigmundur Davíð hafi gerst sekur um alvarlegan siðferðisbrest vegna aflandsfélags eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, Wintris inc. Eftir að forsætisráðherrafrúin upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna.Sjá einnig: Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóliÍ lýsingu undirskriftasöfnunarinnar er því haldið fram að Sigmundur Davíð hafi verið vanhæfur til þess að leysa úr málefnum slitabúanna og að hann hafi ákveðið að „halda leyndu fyrir kjósendum þeim fjárhagslegum hagsmunum sem eiginkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap.“ Mikill styr hefur staðið um málið frá því að upp um það komst og heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum.Sjá einnig: Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkariSigmundur Davíð segir sjálfur að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.Sigmundur Davíð segir einnig að staða sín hafi aldrei hafa verið sterkari en nú. Hann segist ekkert rangt hafa gert. Þá vonast hann til þess að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu á þinginu. Hann hlakki til þess og óttist ekki slíka tillögu.Umfjöllun Stöðvar 2 um málið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48