Guardian: Framlag Bjarna Fel til íslensks fótbolta það mikilvægasta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 12:43 Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil. vísir/hag Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13