Guardian: Framlag Bjarna Fel til íslensks fótbolta það mikilvægasta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2016 12:43 Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil. vísir/hag Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á undanförnum árum hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem hafa verið duglegir að fjalla um íslenska fótboltaundrið. Kastljósið hefur m.a. beinst að landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck, knattspyrnuhúsunum sem fóru að rísa upp úr síðustu aldamótum og yngri flokka starfinu hér á landi. Scott Murray fer aðra leið í grein sem birtist á vef the Guardian í dag en þar fjallar hann um áhrif Bjarna Felixsonar á íslenskan fótbolta. Bjarni var sigursæll leikmaður með KR áður en hann hóf störf sem íþróttafréttamaður á RÚV þar sem hann átti stærstan þátt í koma enska boltanum inn í stofur landsmanna.Bjarni hefur lýst leikjum fyrir KR-útvarpið á undanförnum árum.mynd/heimasíða kr„Það er ekki oft talað um Bjarna Felixson en hans framlag er sennilega það mikilvægasta af öllu,“ segir Murray í greininni og bætir því við að með því koma enska boltanum í íslenskt sjónvarp hafi Bjarni haft áhrif á kynslóðir eftir kynslóðir af íslenskum fótboltaáhugafólki og framtíðarleikmenn. „Bjarni Fel er goðsögn í lifandi lífi,“ hefur Murray eftir sagnfræðingnum og fótboltaáhugamanninum Stefáni Pálssyni. „Hann er vel liðinn og virtur. Íþróttaþátturinn hans var á dagskrá á hverjum laugardegi. Við ólumst öll upp með Bjarna.“ Í greininni ræðir Murray við Bjarna sem segir m.a. frá því hvernig hann fór að því að fylgjast með enska boltanum á sínum yngri árum. „Við höfðum takmarkaða möguleika á að fylgjast með erlendum fréttum. Við gátum hlustað á BBC World Service á stuttbylgju. Svo komu sunnudagsblöðin til Reykjavíkur og voru seld í bókabúðum á þriðjudögum. Þar gátum við lesið um leikina,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta var fámennur hópur furðufugla sem fylgdust með enska boltanum í þá daga. En það breyttist allt þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar.“Bjarni Fel ásamt Valtý Birni Valtýssyni.Bjarni talar einnig um árdaga enska boltans í íslensku sjónvarpi og þróunina sem varð í þeim efnum; frá því að leikirnir voru sýndir viku gamlir með enskum þuli og yfir í beinar útsendingar en sú fyrsta var frá úrslitaleik Tottenham og Liverpool í deildarbikarnum 1982. „Íslenskir fótboltamenn lærðu mikið af enska boltanum,“ segir Bjarni. „Krakkarnir stefndu að því að vera eins leikmennirnir sem þeir sáu í sjónvarpinu.“ Í greininni ræðir Bjarni einnig um Evrópuleiki KR og Liverpool 1964 og sportbarinn í miðbæ Reykjavíkur sem er nefndur í höfuðið á honum.Greinina má lesa með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13