Prófsteinn á lærdóma hrunsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. mars 2016 18:30 Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stígur fram í fyrsta sinn í viðtali í Fréttablaðinu í dag og útskýrir hvers vegna hann og eiginkona hans upplýstu ekki um aflandsfélagið Wintris Inc. á Jómfrúreyjum en félagið, sem er í eigu konu hans, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Aðspurður hvort á honum hafi ekki hvílt skylda að upplýsa um félagið segir Sigmundur: „Það var ekki til staðar nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að eiginkona sín hafi ekki viljað fjárfesta á Íslandi því það hefði verið gert tortryggilegt vegna stjórnmálaþátttöku hans. Vísir/ErnirEkkert bendir til annars en að forsætisráðherra hafi alltaf beitt sér í þágu íslenskra hagsmuna þegar kom að málefnum föllnu bankanna. Engar vísbendingar eru um að hann hafi á neinum tímapunkti beitt sér í þágu eiginkonu sinnar gegn íslenskum hagsmunum. Sigmundur segir að kona hans hafi viljað hafa eignir sínar erlendis því það hefði verið gert tortryggilegt ef hún hefði fjárfest í íslenskum fyrirtækjum vegna stjórnmálaþáttöku hans.Árni Páll Árnason telur að forsætisráðherra hafi þurft að stíga fram strax og upplýsa um tilvist Wintris Inc. vegna hæfisreglna stjórnsýsluréttarins.365/ÞÞHæfisreglurnar hefðu átt að knýja forsætisráðherra til að segja frá Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það hvort reyni á siðareglur í málinu eða ekki sé aukaatriði því stjórnsýslulögin séu skýr. „Almenn meginregla stjórnsýsluréttar á Íslandi er að menn rannsaki sjálfir sitt eigið hæfi og mönnum beri að upplýsa um allt sem valdið geti vanhæfi. Það er alveg ljóst samkvæmt stjórnsýslulögum að maki og atriði sem tengjast maka veldur vanhæfi. Þannig að út frá því sjónarmiði, ef maður er að tala um einhverjar meginreglur eða almennar leikreglur, þá er þetta alveg augljóslega atriði sem átti erindi,“ segir Árni Páll.Katrín Jakobsdóttir segist efast um hvort það samrýmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um baráttu gegn aflandsfélögum í skattaskjólum að maki forsætisráðherra sé með sínar eignir í slíku félagi.VísirSamrýmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum Íslands Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir erfitt að sjá að það samrýmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands að maki forsætisráðherra eigi eignir í aflandsfélögum. „Íslensk stjórnvöld eru búin að skrifa undir skuldbindingar á alþjóðlegum vettvangi um að beita sér gegn starfsemi á aflandseyjum í aflandseyjafélögum. Það er nokkuð sem við höfum undirgengist á alþjóðavettvangi og vettvangi OECD. Það er stórmál á alþjóðlegum vettvangi og snýst um að ríki eru að berjast í raun og veru gegn starfsemi, yfir höfuð, slíkra félaga á slíkum eyjum. Þótt það séu ágæt rök fyrir því að hafa fjármuni ekki hér innanlands heldur erlendis þá er í raun og veru engu svarað, eða ekkert spurt um hvernig það að hafa fjármuni í slíku félagi fer saman við stefnumótun stjórnvalda hér á landi,“ segir Katrín. Henry Alexander Henrysson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir að það hafi ekki verið heiðarlegt af forsætisráðherra að leyna tilvist Wintris Inc. og að hann hafi átt að vera búinn að segja frá þessu fyrr. „Ég held að hann hafi átt að gera það. Kannski finnst fólki skylduhugtakið flókið og sumir forðast að nota það en ég held að í þessu tilviki sé engin spurning að í hans hlutverki sem forsætisráðherra bar honum skylda að láta kjósendur sína og aðra samstarfsmenn vita af tilvist þessa félags. Og ég held að þetta sé tiltölulega óumdeilt í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum,“ segir Henry. Hann segir að allir hefðu þurft á þessum upplýsingum að halda fyrr. Kjósendur og samstarfsfólk Sigmundar. Almenningur sætti sig ekki við það ógagnsæi sem tíðkaðist í fortíðinni. „Þetta mál verður ákveðinn prófsteinn á lærdóm okkar eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta er stórt mál,“ segir Henry. Í viðaukanum Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008 við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir að mjög hafi skort „á gegnsæi í samfélaginu“ í aðdraganda bankahrunsins og að „íslensk stjórnmálamenning“ sé vanþroskuð.Innherjayfirlýsing vekur upp spurningar Það hefur vakið upp spurningar hvers vegna forsætisráðherra undirritaði ekki innherjayfirlýsingu vegna afnáms gjaldeyrishafta en það gerðu meðlimir stýrinefndar um afnám hafta og framkvæmdahópurinn sem heyrði undir hana vegna þeirra gríðarlega viðkvæmu trúnaðarupplýsinga, sem einstaklingarnir sem komu að þessari vinnu, bjuggu yfir vegna starfs síns.Reglurnar voru staðfestar af Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra 7. október 2014 og tóku gildi 1. nóvember sama ár. Forsætisráðherra sat ekki í stýrinefndinni líkt og Bjarni en hann beitti sér í þessari vinnu opinberlega og var auk þess með tvo fulltrúa í stýrinefndinni, efnahagsráðgjafa og ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þá var náinn trúnaðarvinur hans í framkvæmdahópnum. Hér skal áréttað að allt þetta fólk var sjálft bundið af innherjayfirlýsingunni og reglunum þannig að eðli málsins samkvæmt mátt það ekki upplýsa forsætisráðherrann enda er bann samkvæmt reglunum algjörlega fortakslaust. Hins vegar situr forsætisráðherra í ráðherranefnd um efnahagsmál ásamt fjármálaráðherra og þar hafa þessi mál eflaust borið á góma. Velta má fyrir sér í ljósi stöðu forsætisráðherra og hversu nálægt allri þessari vinnu hann var hvort ekki hefði verið eðlilegra að hann undirritaði slíka yfirlýsingu. Ekki hafa komið fram skýringar á því hvers vegna það var ekki gert. „Það er mjög sérkennilegt að þess skuli hafa verið gætt að allir skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingar og strangar reglur um meðferð upplýsinga nema hann. Sú sérkennilega staða er uppi að fjármálaráðherrann, allir sérfræðingar og við öll í stjórnarandstöðunni sem fengum upplýsingar um undirbúning mála höfum skrifað undir einhverjar yfirlýsingar en ekki forsætisráðherrann. Maður klórar sér í höfðinu yfir því,“ segir Árni Páll Árnason. Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stígur fram í fyrsta sinn í viðtali í Fréttablaðinu í dag og útskýrir hvers vegna hann og eiginkona hans upplýstu ekki um aflandsfélagið Wintris Inc. á Jómfrúreyjum en félagið, sem er í eigu konu hans, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Aðspurður hvort á honum hafi ekki hvílt skylda að upplýsa um félagið segir Sigmundur: „Það var ekki til staðar nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að eiginkona sín hafi ekki viljað fjárfesta á Íslandi því það hefði verið gert tortryggilegt vegna stjórnmálaþátttöku hans. Vísir/ErnirEkkert bendir til annars en að forsætisráðherra hafi alltaf beitt sér í þágu íslenskra hagsmuna þegar kom að málefnum föllnu bankanna. Engar vísbendingar eru um að hann hafi á neinum tímapunkti beitt sér í þágu eiginkonu sinnar gegn íslenskum hagsmunum. Sigmundur segir að kona hans hafi viljað hafa eignir sínar erlendis því það hefði verið gert tortryggilegt ef hún hefði fjárfest í íslenskum fyrirtækjum vegna stjórnmálaþáttöku hans.Árni Páll Árnason telur að forsætisráðherra hafi þurft að stíga fram strax og upplýsa um tilvist Wintris Inc. vegna hæfisreglna stjórnsýsluréttarins.365/ÞÞHæfisreglurnar hefðu átt að knýja forsætisráðherra til að segja frá Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það hvort reyni á siðareglur í málinu eða ekki sé aukaatriði því stjórnsýslulögin séu skýr. „Almenn meginregla stjórnsýsluréttar á Íslandi er að menn rannsaki sjálfir sitt eigið hæfi og mönnum beri að upplýsa um allt sem valdið geti vanhæfi. Það er alveg ljóst samkvæmt stjórnsýslulögum að maki og atriði sem tengjast maka veldur vanhæfi. Þannig að út frá því sjónarmiði, ef maður er að tala um einhverjar meginreglur eða almennar leikreglur, þá er þetta alveg augljóslega atriði sem átti erindi,“ segir Árni Páll.Katrín Jakobsdóttir segist efast um hvort það samrýmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um baráttu gegn aflandsfélögum í skattaskjólum að maki forsætisráðherra sé með sínar eignir í slíku félagi.VísirSamrýmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum Íslands Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir erfitt að sjá að það samrýmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands að maki forsætisráðherra eigi eignir í aflandsfélögum. „Íslensk stjórnvöld eru búin að skrifa undir skuldbindingar á alþjóðlegum vettvangi um að beita sér gegn starfsemi á aflandseyjum í aflandseyjafélögum. Það er nokkuð sem við höfum undirgengist á alþjóðavettvangi og vettvangi OECD. Það er stórmál á alþjóðlegum vettvangi og snýst um að ríki eru að berjast í raun og veru gegn starfsemi, yfir höfuð, slíkra félaga á slíkum eyjum. Þótt það séu ágæt rök fyrir því að hafa fjármuni ekki hér innanlands heldur erlendis þá er í raun og veru engu svarað, eða ekkert spurt um hvernig það að hafa fjármuni í slíku félagi fer saman við stefnumótun stjórnvalda hér á landi,“ segir Katrín. Henry Alexander Henrysson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir að það hafi ekki verið heiðarlegt af forsætisráðherra að leyna tilvist Wintris Inc. og að hann hafi átt að vera búinn að segja frá þessu fyrr. „Ég held að hann hafi átt að gera það. Kannski finnst fólki skylduhugtakið flókið og sumir forðast að nota það en ég held að í þessu tilviki sé engin spurning að í hans hlutverki sem forsætisráðherra bar honum skylda að láta kjósendur sína og aðra samstarfsmenn vita af tilvist þessa félags. Og ég held að þetta sé tiltölulega óumdeilt í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum,“ segir Henry. Hann segir að allir hefðu þurft á þessum upplýsingum að halda fyrr. Kjósendur og samstarfsfólk Sigmundar. Almenningur sætti sig ekki við það ógagnsæi sem tíðkaðist í fortíðinni. „Þetta mál verður ákveðinn prófsteinn á lærdóm okkar eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta er stórt mál,“ segir Henry. Í viðaukanum Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008 við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir að mjög hafi skort „á gegnsæi í samfélaginu“ í aðdraganda bankahrunsins og að „íslensk stjórnmálamenning“ sé vanþroskuð.Innherjayfirlýsing vekur upp spurningar Það hefur vakið upp spurningar hvers vegna forsætisráðherra undirritaði ekki innherjayfirlýsingu vegna afnáms gjaldeyrishafta en það gerðu meðlimir stýrinefndar um afnám hafta og framkvæmdahópurinn sem heyrði undir hana vegna þeirra gríðarlega viðkvæmu trúnaðarupplýsinga, sem einstaklingarnir sem komu að þessari vinnu, bjuggu yfir vegna starfs síns.Reglurnar voru staðfestar af Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra 7. október 2014 og tóku gildi 1. nóvember sama ár. Forsætisráðherra sat ekki í stýrinefndinni líkt og Bjarni en hann beitti sér í þessari vinnu opinberlega og var auk þess með tvo fulltrúa í stýrinefndinni, efnahagsráðgjafa og ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þá var náinn trúnaðarvinur hans í framkvæmdahópnum. Hér skal áréttað að allt þetta fólk var sjálft bundið af innherjayfirlýsingunni og reglunum þannig að eðli málsins samkvæmt mátt það ekki upplýsa forsætisráðherrann enda er bann samkvæmt reglunum algjörlega fortakslaust. Hins vegar situr forsætisráðherra í ráðherranefnd um efnahagsmál ásamt fjármálaráðherra og þar hafa þessi mál eflaust borið á góma. Velta má fyrir sér í ljósi stöðu forsætisráðherra og hversu nálægt allri þessari vinnu hann var hvort ekki hefði verið eðlilegra að hann undirritaði slíka yfirlýsingu. Ekki hafa komið fram skýringar á því hvers vegna það var ekki gert. „Það er mjög sérkennilegt að þess skuli hafa verið gætt að allir skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingar og strangar reglur um meðferð upplýsinga nema hann. Sú sérkennilega staða er uppi að fjármálaráðherrann, allir sérfræðingar og við öll í stjórnarandstöðunni sem fengum upplýsingar um undirbúning mála höfum skrifað undir einhverjar yfirlýsingar en ekki forsætisráðherrann. Maður klórar sér í höfðinu yfir því,“ segir Árni Páll Árnason.
Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira