Audi stöðvar tímabundið framleiðslu í Brussel Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 16:12 Úr verksmiðju Audi í Brussel. Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent
Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent