Mustang GT stóðst ekki álagspróf áströlsku lögreglunnar Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:32 Ford Mustang GT stenst engan veginn kröfur áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir! Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir!
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent