Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, vill ekki neina truflun hjá liðinu á meðan riðlakeppni EM fer fram.
Eiginkonur, kærustur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru ekki velkomin á liðshótelið á meðan riðlakeppnin fer fram. Þetta bann nær líka yfir þjálfarana.
„Það eru þrír leikir á tíu dögum og við höfum engan tíma til að hugsa um neitt annað en fótbolta,“ sagði Coleman en þetta er í fyrsta skipti síðan 1958 sem Wales kemst í lokakeppni stórmóts.
Eftir riðlakeppnina kemur sex daga frí fyrir liðin sem komast áfram. Þá er Coleman opinn fyrir því að leyfa leikmönnum að hitta fjölskyldumeðlimi.
Unnusta stjörnu liðsins, Gareth Bale, á von á barni skömmu fyrir mót og það gæti sett strik í reikninginn í undirbúningi Bale.
Eiginkonur og kærustur ekki velkomnar á hótelið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn