Acoff áfram í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 16:06 Acoff í leik með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Anton Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira